Fréttatilkynningar

14.1.2008 : Mikill áhugi á þátttöku í nýrri Norðurslóðaáætlun fyrir árin 2007-213 - fjöldi umsókna og breið þátttaka.

Ísland tekur þátt nýrri Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. (Northern Periphery Programme - NPP). Þátttökulöndin auk Íslands eru Finnland, Svíþjóð, Skotland, Norður Írland, Írland, Noregur,Grænland og Færeyjar Lesa meira
 
Ólöf Ýrr Atladóttir með iðnaðarráðherra

2.1.2008 : Ólöf Ýrr Atladóttir skipuð ferðamálastjóri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, sem tók við málefnum ferðaþjónustunnar um áramótin, hefur ráðið Ólöfu Ýrr Atladóttur, framkvæmdastjóra vísindasiðanefndar, ferðamálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára. Samgönguráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í nóvember sl. Lesa meira
 
Guðni A. Jóhannesson

2.1.2008 : Guðni A. Jóhannesson skipaður orkumálastjóri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið prófessor Guðna A. Jóhannesson PhD, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns Byggingartæknideildar Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára.

Lesa meira

 

20.12.2007 : Iðnaðarráðherra ver andvirði jólakorta til góðgerðarmáls

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að verja andvirði hefðbundinna jólakorta með kveðjum ráðherra og starfsfólks til stuðnings Faðmi, styrktarsjóði samtakanna Heilaheilla. Lesa meira
 

Fréttir eftir árum...








Stoðval