Ráðherraskipti í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum

15.6.2006

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 8/2006

Í dag, fimmtudaginn 15. júní, fara fram ráðherraskipti í ríkistjórn Íslands. Ríkisráðsfundur hefst að Bessastöðum kl. 14:15 og að honum loknum, um kl. 15:00, mun Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og verðandi utanríkisráðherra, afhenda eftirmanni sínum, Jóni Sigurðssyni, lyklavöldin. Fjölmiðlum gefst tækifæri til að senda fréttamenn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin, Arnarhvoli, á þeim tíma. Að þessu loknu heldur Valgerður í utanríkisráðuneytið til fundar við Geir H. Haarde, verðandi forsætisráðherra. Reykjavík, 15. júní 2006.



 

Fréttir eftir árum...








Stoðval