Niðurstöður valnefndar í samkeppni um Rafrænt samfélag.

24.9.2003

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 16/2003.





Fundarboð


Iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, miðvikudag, kl. 14.00, í Þjóðmenningarhúsi, Hringborðssal, annarri hæð.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður valnefndar í samkeppni um "Rafrænt samfélag".

Í þingsályktun um byggðamál kemur fram að efna skuli til samkeppni meðal sveitarfélaga á landsbyggðinni um rafrænt samfélag. Tvö sveitarfélög hafa verið valin til þátttöku og verða verkefni þeirra kynnt á blaðamannafundinum. Sveitarfélögin fá stuðning úr ríkissjóði til að hrinda verkefnum sínum í framkvæmd. Heildarframlag til þessa þróunarverkefnis er 120 milljónir króna. Verkefnið nær til 3ja ára tímabils.
Reykjavík, 24. september 2003.
 

Fréttir eftir árum...








Stoðval