Nýr forstjóri Byggðastofnunar

21.12.2000

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 22/2000






Iðnaðarráðherra hefur skipað Theodór Agnar Bjarnason í stöðu forstjóra Byggðastofnunar frá 1. janúar nk. Stjórn Byggðastofnunar mælti með ráðningu Theodórs í starfið. Í bókun stjórnarinnar segir: "Stjórnarmenn telja tvo umsækjendur hæfasta, Theodór A. Bjarnason og Jón Þórðarson. Niðurstaða stjórnar er að leggja til við ráðherra að Theodór A. Bjarnason verði ráðinn forstjóri."

Theodór A. Bjarnason er fæddur 20. apríl 1952. Hann lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1972, viðskiptafræði við Handelshöjskolen í Kaupmannahöfn árið 1987 og M.Sc.Econ. frá sama skóla árið 1989. Sérmenntun hans var á sviði stjórnunar og skipulagsfræða.

Frá árinu 1990 hefur Theodór verið aðstoðarsvæðisstjóri Norræna Fjárfestingarbankans í Danmörku. Áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Iðnþróunarsjóði, forstöðumaður útlánadeildar Samvinnubanka Íslands, Framkvæmdastjóri hjá KRON, forstjóri hraðfrystihúss Bíldudals og sveitarstjóri á Bíldudal.

Eiginkona Theodórs er Ágústa Ísafold Sigurðardóttir félagsfræðingur.

Alls sóttu 14 um stöðu Byggðastofnunar. Samkvæmt lögum um stofnunina skipar iðnaðarráðherra í starfið til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar.
Reykjavík, 21. desember 2000.

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval