Flutningur starfsemi Orkusjóðs til Akureyrar

06.01.2000

7.1.2000

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 1/2000





Þann 19. mars 1999 gengu í gildi lög nr. 49/1999 um Orkusjóð. Samkvæmt 1. gr. laganna er yfirumsjón með sjóðnum í höndum iðnaðarráðherra. Hlutverk sjóðsins er skv. 2. gr. laganna að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda Íslands með fjámögnun grunnrannsókna á sviði orkumála annars vegar og fjárhagslegum stuðningi við ýmsar framkvæmdir og verkefni hins vegar. Stjórn Orkusjóðs er í höndum orkuráðs sem er skipað fimm mönnum, þrem kjörnum af Alþingi og tveimur skipuðum af ráðherra.

Orkuráð er nú skipað eftirtöldum fulltrúum:
Guðjón Guðmundsson alþingismaður,
Sverrir Sveinsson veitustjóri og
Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri.
Skipuð af iðnaðarráðherra:
Brynhildur Berþórsdóttir rekstrarhagfræðingur,
Stefán Guðmundsson bæjarfulltrúi, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður Orkuráðs.

Framkvæmdastjóri Orkusjóðs hefur verið ráðinn Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi á Akureyri.

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 212/1999 um breytingu á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands o.fl., kveður ráðherra á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum. Með vísan til framangreinds hefur iðnaðarráðherra ákveðið að aðsetur Orkusjóðs skuli vera á Akureyri.


Reykjavík, 6. janúar 2000

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval