NORA - Norræna Atlantsnefndin

Nýr umsóknarfrestur til 1. apríl 2003

6.3.2003


Norræna Atlantsnefndin - NORA - veitir styrki til samstarfsverkefna er
tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknum á Íslandi, Færeyjum,
Grænlandi, Norður- og Vestur-Noregi.

NORA er skammstöfun sem stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde og kallast
Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu
ráðherranefndina og telst vera hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála
og svæðasamvinnu.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefnið feli í sér samstarf a.m.k.
tveggja landa á starfsvæði NORA. Mikilvægt er að í verkefni felist nýjung er
geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu. Mikil áhersla er lögð á miðlun
þekkingar og færni milli landa.

Umsækjendur geta verið fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög, rannsóknarstofnanir
og opinberar stofnanir.

Styrkveitingar NORA geta verið allt að 500.000 dkr. Einungis er greitt
fyrir hluta af kostnaði við hvert verkefni og aldrei meira en 50% af
heildarkostnaði. Ekki eru veittir almennir rekstrarstyrkir né beinir styrkir
til fjárfestinga. Hægt er að sækja um styrk frá NORA sem mótframlag í
Norðurslóðaverkefni - Northern Periphery Programme -www.northernperiphery.net.

Umsókn verður að innihalda greinargóða verkefnislýsingu þar sem koma á fram:
upplýsingar um markmið verkefnis, væntingar og hvaða þýðingu verkefnið hefur fyrir atvinnuþróun á Norður Atlantshafssvæðinu
- kostnaðaráætlun
- fjármögnun
- tímaáætlun
- upplýsingar um verkefnisaðila

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skila inn umsóknum á dönsku eða
norsku.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2003 og ber að skila inn umsóknum til
Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

NORA á Íslandi
B.t. Ingunnar Helgu Bjarnadóttur
Byggðastofnun
Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur
Sími , Fax


NORA (Nordisk Atlantsamarbejde)
Bryggjubakki 12, Postbox 259
110 Þórshöfn, Færeyjar
Sími , Fax

www.nora.fo




 

Fréttir eftir árum...








Stoðval