Forsíða IVR

Fréttatilkynning ráðherra í Brussel

Nr. 7/2007

 

 

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson hefur lokið tveggja daga heimsókn til Brussel.  Ráðherrann átti fund með tveimur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þar sem rædd voru stefnumál og þróun Evrópusambandsins á sviðum fyrirtækja, iðnaðar og samkeppni.

 

Á fundi ráðherrans með Günter Verheugen, framkvæmdastjóra sem fer með málefni fyrirtækja og iðnaðar, var rætt um nýsköpun, samkeppnishæfni og í því samhengi málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.  Þá var rætt um nýlega stefnumótun Evrópusambandsins í orkumálum, hinn svokallaða nýja orkupakka Evrópusambandsins. Stækkun EES-samningsins með aðild Búlgaríu og Rúmeníu var rædd ásamt stjórnarskrá Evrópusambandsins. 

 

Ráðherrann átti einnig fund með Neelie Kroes, framkvæmdastjóra samkeppnismála, þar sem rætt var um þróun samkeppnismála, rannsókn framkvæmdastjórnarinnar á orkumarkaðnum og hvernig samkeppni hefur þróast á þeim markaði. Jafnframt ræddu þeir um rannsókn á samkeppni á banka- og greiðslukortamarkaði. Þá var rætt um eignarhald í orkufyrirtækjum og kom fram að framkvæmdastjórnin telur að skilja þurfi á milli eignarhalds fyrirtækja sem framleiða raforku og þeirra sem dreifa raforku.

 

Í heimsókninni átti ráðherra jafnframt fund með sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Stefáni Hauki Jóhannessyni.  Þá heimsótti ráðherra skrifstofu EFTA í Brussel og Eftirlitsstofnun EFTA og kynnti sér starfsemi þessara tveggja stofnana.

 

 

Reykjavík, 9. febrúar 2007.

 







Stoðval