Nýir eigendur að Steinullarverksmiðjunni hf.

4.3.2002

Fjármálaráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 5/2002



Sveitarfélagið Skagafjörður, Paroc Group AB í Finnlandi og Ríkissjóður Íslands hafa ákveðið að ganga að sameiginlegu tilboði BYKO, Húsasmiðjunnar hf. og Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á hlutabréfum í Steinullarverkmiðjunni hf. á Sauðárkróki. Um er að ræða 81,77% hlut í fyrirtækinu á genginu 2,65, að söluverði kr. 597.826.008.

Samþykkt tilboðsins er bundin skilyrðum, þ.á m. um heimild Alþingis, sveitastjórnar Skagafjarðar og stjórna viðkomandi félaga. Þá verður minni hluthöfum í fyrirtækinu, sem eiga samanlagt tæplega 1%, gert sambærilegt tilboð. Taka mun nokkurn tíma að uppfylla skilyrði tilboðsins en gert er ráð fyrir að kaupsamningur verði undirritaður þann 30. apríl n.k. og taka þá nýir eigendur við stjórn fyrirtækisins.

Fyrirtækin þrjú sem standa að kauptilboðinu hafa í hyggja að stofna nýtt fyrirtæki um eignarhaldið á Steinullarverksmiðjunni hf. Er gert ráð fyrir að hvert hinna þriggja fyrirtækja eigi 24% hlut og starfsmenn verksmiðjunnar 15% auk nýrra aðila.

Reykjavík, 2. mars 2002.

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval