Prófnefndir

Prófnefndir - bifreiðasalar.

Viðskiptaráðherra skipar prófnefnd bifreiðasala til fjögurra ára í senn skv. lögum nr. 69/1994 og síðar skv. lögum nr. 28/1998 um verslunaratvinnu. Í nefndinni eiga sæti þrír menn og skal einn þeirra vera fulltrúi bifreiðaeigenda og annar fulltrúi bifreiðasala. Þrír varamenn skulu valdir með sama hætti.

Nefndin er skipuð til tveggja ára frá 23. október 2006 að telja:

Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt, formaður,() tilnefndur af ráðherra,
Runólfur Ólafsson, framkv.stj. FÍB, (fulltrúi bifreiðaeigenda)
Dagur Jónasson, sölustjóri , (fulltrúi bifreiðasala).


Varamenn eru:
Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur, viðskiptaráðuneyti,
Eiríkur Elís Þorláksson, hdl. og
Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri.


Starfssvið prófnefndar:
Prófnefnd bifreiðasala sér um að halda próf fyrir bifreiðasala að undangengnu námskeiði svo oft sem þurfa þykir en krafa er gerð um 10 nemendur hið fæsta á námskeiði. Prófnefnd tekur ákvörðun um efni sem prófað er úr. Við ákvörðun sína skal prófnefnd leggja til grundvallar að efnið krefjist þekkingar á:
1. Réttarreglum um störf bifreiðasala og um kaup og sölu á notuðum ökutækjum.
2. Fjármálalegum og hagnýtum atriðum sem reynt getur á við kaup og sölu á notuðum ökutækjum.
3. Gerð skjala sem tengjast kaupum og sölum á notuðum ökutækjum.
Prófnefnd ræður kennara og aðra sem tengjast námskeiðahaldinu.

Námskeiðslýsing:
Á námskeiði fyrir bifreiðasala er einkum fjallað um:

1. Kauparétt.
2. Samningarétt.
3. Veðrétt lausafjármuna og þinglýsingar.
4. Viðskiptabréfareglur.
5. Vátryggingar ökutækja.
6. Opinber gjöld af ökutækjum og reglur um virðisaukaskattsbifreiðar.
7. Reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl.
8. Mat á ástandi og verðmæti ökutækja, ráðgjöf við kaupendur.
9. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur.

Námskeið er 36 klukkustundir og þar við bætist próftími.

Próf:
Til að standast próf þarf nemandi að hljóta a.m.k. 7,0 í einkunn og a.m.k. 5,0 í hverju prófi ef um fleiri en eitt próf er að ræða. Prófnefnd heldur aðeins eitt próf þannig að krafa er gerð um 7,0 í einkunn. Einkunn er gefin í heilum og hálfum tölum frá 0-10.

Nemandi á rétt á að fá útskýringar kennara eða prófnefndar á einkunn sinni ef hann æskir þess innan fimmtán daga frá birtingu hennar. Telji nemandi skýringar kennara ófullnægjandi getur hann skotið mati kennara á úrlausn sinni til prófnefndar til endurmats. Kvartanir þurfa að vera skriflegar. Mat prófnefndar á úrlausn er í öllum tilvikum endanlegt.

Prófnefnd skal staðfesta með skírteini að nemandi hafi staðist próf.

Prófnefnd gengst fyrir sjúkraprófi hafi nemandi ekki sótt próf vegna veikinda nema því aðeins að fyrirsjáanlegt sé að næsta reglulega próf verði haldið innan þriggja mánaða.
Ekki er skylt að halda sérstakt upptökupróf fyrir nemendur sem ekki ná tilskilinni lágmarkseinkunn. Þeim er hins vegar heimilt að þreyta próf næst þegar reglulegt próf er haldið án þess að sækja námskeið, þó ekki oftar en tvisvar sinnum.

Næstu próf:

Prófgjöld:


Skráning í próf:
Skráning í próf fyrir bifreiðasala fer fram hjá Fræðslumiðstöð bílgreina hf. í síma 586 10 50 eða með tölvupósti til

Lög nr. 28/1998 um verslunaratvinnu (áður lög nr. 69/1994 um sölu notaðra ökutækja)

Reglugerð nr. 407/1994 um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja


Námskeiðslýsing:


1. kafli.
Lög um verslunaratvinnu nr. 28/1998, 12.-19. gr., og almennar leiðbeiningar.

1. dagur.
Innihald:
Lög og almennar leiðbeiningar. Farið er í 12. – 19. gr. laga um verslunaratvinnu um skyldur bílasala og þær útskýrðar. Fjallað er um ástæður fyrir lagasetningunni og gildi hennar fyrir atvinnugrein bílasala. Farið er yfir umfang bílasölu, algeng vandamál sem myndast vegna viðskipta með bíla, ástands- og söluskoðun og ástandsskoðun á vegum kaupanda og verðmat ökutækja. Fjallað er um viðskiptasiðferði.

2. dagur.
Innihald:
Sölu- og markaðsmál. Fjallað er um gildi góðrar þjónustu, ferlið í sölumennsku, óskir og vilja viðskiptavina, tengsl sölumennsku og fagþekkingar, framkomu og hlustun, samskipti við viðskiptavini, markaðssetningu, markmið í markaðsmálum, samkeppni, viðskiptatryggð og stefnu og markmið fyrirtækja í markaðsmálum.

2. kafli.
Ráðgjöf um fjármál.

3. dagur.
Innihald:
Farið er yfir skipulag fjármála einstaklinga, árlega hlutfallstölu kostnaðar, einkenni skuldabréfa, fjallað er um vexti og notkun vaxta í viðskiptum og tilgangur með notkun vísitöluútreiknings er útskýrður.

3. kafli.
Kauparéttur, samningsgerð og viðskiptabréf.

4. dagur.
Innihald:
Kauparéttur. Fjallað er um meginreglu kauparéttar, réttarheimildir – lög um lausafjárkaup, helstu skyldur seljanda og kaupanda í lausafjárkaupum, vanefndir í lausafjárkaupum, riftun kaupa og einstakar vanefndir seljanda/kaupanda.

5. dagur.
Innihald:
Samningaréttur. Fjallað er um skuldbindingargildi samninga, samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, lögráðamenn, prókúruumboð, framkvæmdastjórn í hlutafélögum og setu í óskiptu búi

6. dagur.
Innihald:
Viðskiptabréfareglur. Fjallað er um skuldabréf, víxla, tékka, hlutabréf, farmskírteini og líftryggingarskírteini. Farið er í réttindi aðila skuldabréfs, áritanir og kvittanir og mótmárur. Farið í lög um neytendalán.

Fjallað er um helstu hugtök veðréttar, veðsetningu lausafjármuna, meginreglum veðréttar, skilyrði fyrir þinglýsingu og skráningu í bifreiðaskrá og þýðingu þinglýsingar.

4. kafli.
Sala, skráning, tryggingar og opinber gjöld.

7. dagur.
Innihald:
Reglur um frágang skjala við sölu ökutækja. Fjallað er um ákvæði reglugerðar nr. 654 um reglur um frágang skjala við sölu ökutækja.

Útgáfa og móttaka tilkynninga um eigendaskipta. Fjallað er um um útgáfu og móttöku tilkynninga um eigendaskipti samkvæmt reglum og leiðbeiningum Skráningarstofu.

8. dagur.
Innihald:
Vátryggingar ökutækja. Fjallað er um vátryggingar ökutækja, skyldur tryggingartaka, bætur, skyldur tryggingafélaga til að tryggja, kaskótryggingar, áhættuflokka, bónusreglur og tryggingar vegna bílalána.

Þungaskattur. Farið er í opinberar reglur um þungaskatt og hlutverk bílasala þegar bifreiðir sem bera þungaskatt ganga kaupum og sölum.

Reglur um virðisaukaskatt af bifreiðum. Fjallað er um vsk reglur sem gilda þegar bifreiðir ganga kaupum og sölum og hlutverk bílasala í þeim efnum.

 




 

 







Stoðval