Prófnefndir

Prófnefndir - verðbréfaviðskipti.


Viðskiptaráðherra skipar prófnefnd verðbréfaviðskipta til fjögurra ára. Í nefndinni eiga sæti fimm menn, tveir tilnefndir af samstarfsnefnd háskólastigsins, sbr. 24. gr. laga nr. 136/1997, þar af skal annar vera í fullu og föstu starfi hjá viðskiptadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa viðskiptafræðinga og hinn vera í fullu og föstu starfi hjá lagadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa lögfræðinga sem njóta undanþágu frá 1. hluta prófs í verðbréfaviðskiptum, einn nefndarmaður skal tilnefndur af Samtökum banka- og verðbréfafyrirtækja og einn sameiginlega af kauphöll og skipulegum tilboðsmörkuðum skv. lögum nr. 34/1998. Þá er einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.

Skipan prófnefndar:

Haraldur Örn Ólafsson, lögfræðingur, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður.
Birgir G. Magnússon, hdl., tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Kristján Jóhannsson, lektor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Kristjana Sigurðardóttir, tilnefnd af Samtökum banka- og verðbréfafyrirtækja.
Guðríður Ásgeirsdóttir, tilnefnd af Kauphöll Íslands og skipulögðum tilboðsmörkuðum.

Varamenn eru:

Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Gylfi Magnússon, dósent, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Jóhannes Sigurðsson, prófessor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
Helgi Sigurðsson, hrl., tilnefndur af Samtökum banka- og verðbréfafyrirtækja.
Bryndís Ösp Valsdóttir, tilnefnd af Kauphöll Íslands og skipulögðum tilboðsmörkuðum.
Ágústa H. Lárusdóttir, starfsmaður nefndarinnar ()

Starfssvið prófnefndar:

Prófnefnd verðbréfaviðskipta sér um að halda próf í verðbréfaviðskiptum a.m.k. einu sinni á ári.
Prófnefnd tekur ákvörðun um efni sem prófað er úr og gefur af því tilefni út námsefnislýsingu.

Undanþágur frá töku prófa:
Þeir sem lokið hafa prófi í lögfræði sem metið er fullnægjandi að lögum til að öðlast héraðsdómslögmannsréttindi, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, eru undanþegnir töku prófa í I. hluta. Þeir sem hafa rétt að lögum til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga eru undanþegnir töku prófa í II. hluta.
Prófnefnd getur veitt próftaka, sem um það sækir, undanþágu frá því að þreyta próf í einstökum greinum. Skilyrði þess að slíka undanþágu megi veita er að próftaki sýni fram á það með fullnægjandi hætti, s.s. með vottorði frá viðkomandi menntastofnun, að hann hafi staðist sambærileg próf á háskólastigi að mati prófnefndar.
Umsóknir skal senda til formanns eða starfsmanns nefndarinnar. Undanþágubeiðni skal senda til nefndarinnar a.m.k. mánuði fyrir þau próf sem sótt er um.
Fastur fundartími prófnefndar er einu sinni í mánuði, annar miðvikudagur hvers mánaðar. Aukafundir eru haldnir eftir þörfum.

Námskeiðahald:
Háskólinn í Reykjavík hefur boðið upp á námskeið til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum.

Próf:
Próf í verðbréfaviðskiptum skiptist í þrjá hluta: I. hluta, almenna lögfræði, II. hluta, almenna viðskiptafræði og III. hluta, fjármagnsmarkaðinn.
Próf eru haldin á tímabilinu nóvember til maí, í tengslum við námskeiðahald og á haustin í lok ágúst, byrjun september ef tilskilinn fjöldi próftaka fæst (a.m.k. 10 manns). Útskrift fer fram einu sinni á ári í lok vetrarnámskeiða.
Einkunnir á prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0-10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum er hann hefur þreytt. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0.
Síðustu próf:

Vegna I. hluta:
6., 9. og 13. nóvember 2006.
Vegna II. hluta:
22., 26. og 29. janúar 2007.
Vegna III. hluta :
17., 20., 23. og 26. apríl 2007

Próf eru haldin í Háskólanum í Reykjavík. Prófgjald er kr. 9.700, skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík sem sér um framkvæmd prófanna. Sími: 510-6200.

Allar nánari upplýsingar veitir Háskólinn í Reykjavík


Prófefnislýsing I., II. og III hluta veturinn 2006-2007 (word-skjal, 612Kb)
Minnispunktar um þinglýsingar (pdf-skjal, 41Kb)
Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002
Reglugerð nr. 633/2003
Listi yfir þá sem lokið hafa prófi í verðbréfaviðskiptum.

 







Stoðval