Möguleikar í sjávarlíftækni á Íslandi

1.2.2002

Febrúar 2002


Að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs hefur Jóhann Örlygsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Akureyrarútibúi, tekið saman skýrslu um möguleika í sjávarlíftækni á Íslandi.
Meginmarkmið skýrslunnar er tvíþætt; Í fyrsta lagi er gerð greinargerð um hvað átt er við með afurðum sem vinna má úr aukahráefni úr sjávarfangi og greining á stöðu mála á Íslandi hvað þetta varðar. Athugað er hvaða aðilar eru að vinna að þessum málum, bæði háskólar og opinberar stofnanir og síðan hvaða fyrirtæki eru að framleiða afurðir með sjávarlíftækniaðferðum. Einnig er gerð könnun á því hvaða möguleikar eru fyrir hendi á Íslandi hvað þetta varðar. Í öðru lagi er gerð grein fyrir því hvað er að gerast á alheimsvísu á þessu sviði. Hvaða afurðir eru menn að búa til í dag með hjálp sjávarlíftækninnar og hvernig er erfðatæknin notuð á þessu sviði?

  • Möguleikar í sjávarlíftækni á Íslandi. (pdf-skrá 107Kb)
  • Möguleikar í sjávarlíftækni á Íslandi. (word-skrá 588Kb)

 Stoðval