Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa var sett á laggirnar með lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000 og lögum um þjónustukaup, nr. 42/2000, sem tóku gildi 1. júni 2001. Nefndin var skipuð af viðskiptaráðherra til loka ársins 2005. Hún hefur nú verið endurskipuð og er til húsa hjá Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.

Úrskurðir kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa

18.5.2006 : Álit í máli 9/2005.

Þann 18. ágúst 2003 keypti álitsbeiðandi tvískiptan ísskáp með kælihólfi, frystihólfi og ísvél af gagnaðila á kr. 242.919. Rúmum tveimur árum seinna, eða í vikunni 8.-12. nóvember 2005 bilaði ísskápurinn þannig að ísframleiðsla varð engin og ekki var unnt að frysta matvæli. Lesa meira
 

18.5.2006 : Álit í máli 7/2005

Í lok september 2004 keypti álitsbeiðandi af umboðsaðila gagnaðila bifreið af tegundinni Opel Astra-G-Caravan, árgerð 2000. Lesa meira
 

3.5.2006 : Álit í máli 3/2005

Álitsbeiðendur fá gagnaðila til að gera teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga á fasteignum sínum. Lesa meira
 

3.5.2006 : Álit í máli 8/2004

Álitsbeiðandi lét smíða sólskála á svalir íbúðar sinnar. Lesa meira
 

15.2.2006 : Úrskurður í máli 4/2005

Álitsbeiðandi fékk tilboð frá gagnaðila í trésmíðavinnu við hús. Lesa meira
 

2.2.2006 : Úrskurður í máli 1/2005

Gagnaðili annaðist geymslu á búslóð álitsbeiðanda um 8 mánaða skeið frá byrjun árs 2004. Heldur álitsbeiðandi því fram að á meðan búslóðin hafi verið í vörslu gagnaðila hafi sófaborð og sófi úr henni orðið fyrir skemmdum. Lesa meira
 

23.9.2005 : Úrskurður í máli 7/2004

Álitsbeiðandi kveðst hafa farið með bifreið sína í viðgerð hjá gagnaðila þar sem skipt hafi verið um startara í henni. Álitsbeiðandi kveður munnlegt samkomulag hafa verið milli aðila um að viðgerðin ætti að hámarki að kosta 80.000 kr. Lesa meira
 

23.9.2005 : Úrskurður í máli 6/2004

Álitsbeiðandi fór með bifreið sína til gagnaðila þann 6. apríl 2004 til að láta skipta um dekk á henni. Þá kom í ljós að lega var biluð. Samdist svo með aðilum að gagnaðili tæki að sér viðgerð á henni og tók gagnaðili bílinn í sína vörslu. Þann 8. apríl kom maður álitsbeiðanda á starfstöð gagnaðila til að sækja muni úr bifreiðinni. Varð hann þá var við að keyrt hafði verið í vinstri framhurð bifreiðarinnar. Bifreiðinni var lagt í stæði fyrir utan starfstöð gagnaðila. Lesa meira
 

24.5.2005 : Úrskurður í máli 9/2004

Ágreiningur málsaðila snýst um það hvort gagnaðila sé skylt að bæta álitsbeiðanda tjón er hann kveðst hafa orðið fyrir vegna bilunar í tölvuskjá. Lesa meira
 

30.9.2004 : Úrskurður í máli nr. 5/2004

Ágreiningur málsaðila lýtur aðallega að því hvort álitsbeiðandi geti krafist endurgreiðslu innborgunar sem hann hafði áður greitt gagnaðila vegna kaupa á bifhjóli eða hvort álitsbeiðanda beri að greiða gagnaðila það tjón sem hann fyrir vegna ætlaðra vanefnda álitsbeiðanda. Lesa meira
 

26.8.2004 : Úrskurður í máli 2/2004

Álitsbeiðandi keypti eldhúsinnréttingu, borðplötur og fylgihluti af gagnaðila þann 31. júlí 2003. Umsamið kaupverð var kr. 394.801,-. Lesa meira
 

7.4.2004 : Úrskurður í máli 2/2003

Ágreiningur málsaðila snýst um það hvort gagnaðila sé skylt að bæta álitsbeiðanda tjón er hann varð fyrir vegna þess að háþrýstidæla í bifreið hans með skráningarnúmerið ......., gaf sig öðru sinni. Lesa meira
 

4.2.2004 : Úrskurður í máli 3/2003

Álitsbeiðandi keypti hinn 21. maí 2003 af gagnaðila sem hefur umboð fyrir bifreiðar notaða jeppabifreið af gerðinni Musso. Bifreiðinni hafi verið ekið 158.000 km og var af árgerð 1997. Áður en kaupin tókust hafði bifreiðin verið söluskoðuð af óháðum aðila. Lesa meira
 

19.2.2003 : Úrskurður í máli 4/2002

Um er að ræða gallaðan síma af gerðinni Nokia 6310. Málsaðila greinir á um hvort gagnaðila sé heimilt að afhenda álitsbeiðanda viðgerðan notaðan síma af sömu tegund í stað þess gallaða. Lesa meira
 

14.2.2003 : Úrskurður í máli 5/2002

Skipt var um gallaðan gír í vélbát. Málsaðila greinir á um hver eigi að bera kostnaðinn af því að rífa gallaða gírinn frá og koma hinum nýja fyrir. Lesa meira
 

27.12.2002 : Úrskurður í máli 2/2002

Um er að ræða leigu á geymsluplássi fyrir tjaldvagn. Ágreiningur aðila stendur um hvort gagnaðili beri ábyrgð á tjóni sem varð á tjaldvagni álitsbeiðanda á grundvelli laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Lesa meira
 

9.10.2002 : Úrskurður í máli 1/2002

Álitsbeiðandi keypti af gagnaðila uppgerðan ökumæli og búnað til að tengja hann við hraðamæli og gírkassadrif í hópferðabíl af gerðinni Ford Transit. Að ísetningu lokinni reyndust hraðamælir og ökumælir ekki virka. Aðila málsins greinir á um ástæður þess og fjárhæð og umfang skaðabóta. Lesa meira
 

Frávísanir

Mál nr. 10/2005 - Frávísun

 

Má nr. 8/2005 - Afturkallað af hálfu álitsbeiðanda.

 

Mál nr. 5/2005 - Afturkallað af hálfu álitsbeiðanda

 

Mál nr. 2/2005 - Frávísun

 
  • Mál nr. 4/2004 - Frávísun
  • Mál nr. 3/2004 - Frávísun
  • Mál 1/2004 - Frávísun
  • Mál nr. 1/2003 - Frávísun
  • Mál 3/2002 - Frávísun
  • Mál 2/2001 - Frávísun
  • Mál 1/2001 - Frávísun.Stoðval