Lögbundnar nefndir, stjórnir og ráð

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála - 2005-2009

Samkvæmt 9. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sita þrír menn í áfrýjunarnefnd samkeppnismála og jafnmargir til vara, skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. Formaður og varamaður hans, sem jafnframt er varaformaður, skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara, en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og viðskiptamála.
Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Stjórn Samkeppniseftirlitsins er skipuð til 20. maí 2009 og skv. því sem fram kemur hér að framan er áfrýjunarnednd samkeppnislmála skipuð til sama tíma. Í nefndinni sitja:

Stefán Már Stefánsson prófessor, formaður
Erla S. Árnadóttir, hæstaréttarlögmaður og
Anna Kristín Traustadóttir viðskiptafræðingur.

Varamenn eru:

Páll Sigurðsson prófessor, varaformaður,
Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður,
Brynhildur Benediktsdóttir, hagfræðingur.

 

Stoðval