Greinargerð nefndar um mat á aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi

Desember 2001


Greinargerð nefndar um
mat á aðild Íslands að
Evrópusáttmálanum um einkaleyfi1. Inngangur

Þann 21. júní 2001 skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að kanna áhrif aðildar Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi (EPC, European Patent Convention) frá 1973.

Nefndina skipuðu:

· Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður
· Elín R. Jónsdóttir, efnaverkfræðingur, fulltrúi Einkaleyfastofu
· Guðmundur G. Haraldsson, prófessor, frá Háskóla Íslands
· Gunnar Örn Harðarson, framkvstj., fulltrúi Félags umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa
· Jón L. Arnalds, hrl., fulltrúi Samtaka um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar
· Ólafur Helgi Árnason, lögfræðingur, fulltrúi Samtaka iðnaðarins.

Eftirfarandi er tillaga nefndarinnar og umfjöllun.


2. Tillaga nefndarinnar:

Lagt er til að iðnaðarráðherra hefji nú þegar undirbúning að aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi með gerð frumvarps vegna nauðsynlegra breytinga á lögum og aðildarumsóknar í kjölfar þess.

Greinargerð Einkaleyfisnefndar: Word-skjal (39kb)

Greinargerð Einkaleyfisnefndar: pdf-skjal (36kb)
 

Stoðval