Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra

Netfang:

Össur er jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda

Fæddur í Reykjavík 19. júní 1953. Foreldrar eru Skarphéðinn Össurarson, búfræðingur og kjötiðnaðarmaður og Valgerður Magnúsdóttir, húsmóðir.

Þann 26. febrúar 1975 kvæntist Össur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur,doktor í jarðfræði, deildarstjóri á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Árný er mágkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþm og foreldrar hennar eru Sveinbjörn Einarsson og Hulda Hjörleifsdóttir. Dætur Össurar og Árnýjar Erlu eru: Birta Marsilía og Ingveldur Esperansa.

Náms- og starfsferill:

Stúdentspróf MR 1973. BS-próf í líffræði HÍ 1979. Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Styrkþegi British Council við framhaldsrannsóknir 1983-1984.
        

 

 

 • Tók við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda 25. maí 2007
 • Skipaður iðnaðarráðherra 24. maí 2007.      
 • Alþingismaður Reykvíkinga 1991-2003 (Alþfl., JA., Samf.),
 • Alþingismaður Reykvíkinga síðan 2003 (Samf.).
 • Ritstjóri Þjóðviljans 1984-1987.
 • Ritstjóri Alþýðublaðsins 1996-1997. 
 • Ritstjóri DV 1997-1998.
 • Lektor við Háskóla Íslands 1987-1988.
 • Aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar 1989-1991.
 • Skipaður umhverfisráðherra14. júní 1993, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl.
   

Trúnaðarstörf:     

 • Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2006-2007.
 • Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
 • Formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000-2005
 • Sjávarútvegsnefnd 1991-1993, allsherjarnefnd 1991-1992, iðnaðarnefnd 1991-1993 (form.), landbúnaðarnefnd 1992-1993, utanríkismálanefnd 1995-1999 og 2005- (varform. 1998-1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999 (form.), umhverfisnefnd 1999-2000, fjárlaganefnd 1999-2001, kjörbréfanefnd 1999-2003, efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005.
 • Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1991-1993 og 1999-2004, Íslandsdeild VES-þingsins 1995-1999, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2004-2005, Íslandsdeild NATO-þingsins 2005- (form.).
  Í Þingvallanefnd síðan 1995.
 • Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1991-1993.
 • Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1991-1993.
 • 2. varaforseti Neðri deildar. 1991.
 • Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-1987, framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1985 og 1986.
 • Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands 1976-1977.


       Stoðval