Fyrsta skóflustunga álvers Fjarðaráls.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

8/7/04

Góðir gestir,

Til hamingju með daginn.

Dagurinn í dag er einn af þeim dögum, þegar við sjáum hlutina gerast. Táknræn athöfn fer fram - uppbygging álvers á Austurlandi er hafin.

Stjórnmálamenn eiga sér hugsjónir og drauma, en það eru forréttindi að sjá drauma rætast. Frá því að samkomulag var undirritað, um uppbyggingu Fjarðaráls og Kárahnjúkavirkjunar þann 15. mars í fyrra, hefur Mið-Austurland sprungið út eins og blóm á sumardegi. Mikill kraftur hefur leystst úr læðingi, það er hér sem hlutirnir eru að gerast. Er þetta ekki ævintýri líkast?

Ég þarf ekki að lysa fyrir ykkur hvernig mér er innanbrjósts á þessum degi, og það er margs að minnast frá undirbúningstímabilinu, sem ekki verður rakið hér. Ég vil aðeins segja að ég er glöð fyrir ykkar hönd og okkar allra.

Álver Fjarðaráls mun hafa gríðarleg áhrif á þjóðarbúið sem heild og það skiptir máli fyrir umheiminn að við Íslendingar nýtum endurnýjanlegar orkulindir okkar til framleiðslu á áli, sem vaxandi eftirspurn er eftir í heiminum.

Þetta er okkar aðferð við að nýta orkuna til verðmætasköpunar og til þess að bæta þjóðarhag.

Við höfum verið heppin með samstarfsaðila í þesu verkefni. Um það hef ég sannfærst enn frekar eftir ferð okkar um Norður- og Austurland síðustu daga með forystu mönnum Alcoa.

To my friends from Alcoa.

I would like to congradulate you on this day. I hope you feel how very welcome you are in Iceland.

I would also like to congradulate Bechtel on this huge project and wish them all the best during the constructiontime.

Ég óska Tómasi Sigurðssyni forstjóra Fjarðaráls til hamingju með mikilvægt starf. Ég þekki Tómas frá störfum hans fyrir Norðurál og veit að þar fer drengur góður.

Ég flyt að síðustu kveðju frá ríkisstjórn Íslands. Það hefur ríkt samstaða um þetta mikilvæga verkefni innan ríkisstjórnarinnar, sem er mjög mikilvægt.

Ég flyt sérstakar kveðjur utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, sem áður var 1. þm. Austurlands og barðist af hugsjón fyrir því að stóriðja risi á Austurlandi.

Kæru vinir,

Þetta er ekki tími ræðuhalda. Þetta er tími framkvæmda OKKUR ÖLLUM TIL HEILLA. 

Valgerður Sverrisdóttir


Stoðval