Norrænn ráðherrafundur á Svalbarða

26/4/02

Norrænn ráðherrafundur þeirra ráðherra
sem fjalla annars vegar um iðnaðar- og atvinnumál
og hins vegar neytendamál,
haldinn á Svalbarða, 25.-26. apríl 2002.

Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri, sótti fundinn
f.h. Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.



Í tilefni af því að Ísland mun í formennskutíð sinni í Norður-heimskautsráðinu, frá september 2002-2004, leggja aukna áherslu á lífskjör og atvinnuhætti fólks á Norðurslóðum, kaus iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra að gera samráðherrum sínum sérstaka grein fyrir meginviðhorfum Íslands á formennskutímanum.

Þá kynnti ráðherra drög að stefnu- og aðgerðaáætlun um nánari samvinnu við Eistland, Lettland og Litháen, sem öll tilheyra s.n. grannsvæði Norðurlanda. Í ljósi þess að framangreind ríki hafa á undanförnum árum verið að byggja upp neytendavernd og þess er að vænta að ríkin gerist aðilar að Evrópusambandinu innan fárra ára, telja Norðurlöndin mikilvægt að efla samstarfið milli landanna. Framangreind Eystrasaltsríki hafa jafnframt á undanfönfum árum lýst yfir miklum áhuga á nánara samstarfi við Norðurlöndin á sviði neytendamála þannig að þeim takist að byggja upp öfluga neytendavernd eins og Norðurlöndin eru þekkt fyrir.

Drög að stefnu- og aðgerðaáætlun um nánari samvinnu við Eistland, Lettland og Litháen. (Word-skjal)

Drög að stefnu- og aðgerðaáætlun.... (pdf-skjal )
Drögin eru á ensku.

Á fundinum var einnig lagt fram til umræðu innlegg viðskiptaráðherra um upplýsingatækni og viðskipti á Netinu.

 

Valgerður Sverrisdóttir






Stoðval