Ræður og greinar Valgerðar Sverrisdóttur

18/12/02 : Afhending Viðskiptaverðlaunanna 2002 og tilnefning Frumkvöðuls ársins 2002. Ávarp ráðherra.

Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson hljóta Viðskiptaverðlaunin 2002 og Jón Hjaltalín Magnússon er Frumkvöðull ársins 2002. Lesa meira
 

6/12/02 : Vegaframkvæmdir að Kárahnjúkastíflu og brú yfir Jöklu.

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við verklok vegaframkvæmda að Kárahnjúkastíflu og brú yfir Jöklu. Lesa meira
 

6/12/02 : Opnun á heimasíðu Byggðarannsóknarstofnunar á Akureyri.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, opnaði í dag nýja heimasíðu Byggðarannsóknarstofnunar á Akureyri. Lesa meira
 

6/12/02 : Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri.

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, í tilefni af formlegri opnun Nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri. Lesa meira
 

4/12/02 : "Launavinnsla og mannauður" - launaráðstefna Tölvumiðlunar hf.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti launaráðstefnu Tölvumiðlunar hf á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Lesa meira
 

28/11/02 : Opinn fundur um orkumál og iðnaðartækifæri á Húsavík.

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á opnum fundi um orkumál og iðnaðartækifæri, sem haldinn var á Húsavík 25. nóvember 2002. Lesa meira
 

25/11/02 : Opnun Evrópuhúss

Tilgangur sýningar Evrópuhúss í Perlunni er að veita innsýn í árangur sem náðst hefur í Evrópusamstarfi með þátttöku Íslands í áætlunum á sviði mennta, menningar, vísinda og nýsköpunar á undanförnum árum og að kynna þá möguleika sem standa Íslendingum til boða í evrópsku samstarfi á þessum sviðum á næstu árum. Lesa meira
 

21/11/02 : Vestnorræn handverkssýning í Laugardalshöll.

Dagana 20. - 24. nóvember stendur yfir í Laugardalshöll Vestnorræn handverkssýning. Þetta er einn stærsti liðurinn í vestnorrænu samstarfi ársins 2002, unnið í samvinnu við aðila í Færeyjum og á Grænlandi. Sýnendur eru um 140 talsins, þar af um 80 erlendir frá 12 löndum, allt frá Kanada í vestri til Finnlands í austri. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði sýninguna formlega í gær, 20. nóvember. Á sýningunni er stærsta handverk sem unnið hefur verið á Íslandi til sýnis í sérstöku tjaldi, tengdu við Laugardalshöllina. Þetta er víkingaskipið Íslendingur og einnig eru sýnd þau tæki og tól sem Gunnar Marel Eggertsson notaði við smíðina. Ávarp ráðherra er á ensku. Lesa meira
 

8/11/02 : Haustráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda. Lesa meira
 

7/11/02 : 400 ár frá einokun.

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Norræna húsinu við setningu fundar í tilefni af því að 400 ár eru frá því að einokunarverslun var komið á hér á landi. Lesa meira
 

21/10/02 : Kjördæmisþing framsóknarmanna í norð-austur kjördæmi.

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á kjördæmisþingi framsóknarmanna í norð-austur kjördæmi, sem haldið var á Egilsstöðum 18.-19. október s.l. Lesa meira
 

18/10/02 : Ráðstefnan Akureyri og atvinnulífið.

"Ástæða er til að leggja áherslu á að efling stærstu þéttbýlisstaðanna á landsbyggðinni er ekki á kostnað minni og dreifbýlli svæða umhverfis þá. Þvert á móti. Með greiðum og sífellt betri samgöngum auka sterkir byggðakjarnar möguleika íbúanna í dreifðari byggðum til að búa þar áfram", segir m.a. í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnunni Akureyri og atvinnulífið. Lesa meira
 

9/10/02 : Lögbannsaðgerðir í þágu heildarhagsmuna neytenda.

Viðskiptaráðherra hefur í dag staðfest heimild fyrir sjö innlenda aðila til að geta leitað lögbanns eða höfðað dómsmál samkvæmt ákvæðum laga nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Hjálagt er fréttatilkynning og auglýsing um heimildina. Lesa meira
 

4/10/02 : Nýskipan vísinda- og tæknimála á Íslandi

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á sameiginlegum kynningarfundi forsætisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis á Grand Hóteli, fimmtudaginn 3. október, um nýskipan vísinda- og tæknimála á Íslandi. Lesa meira
 

1/10/02 : Ráðstefna um áhrif breyttrar kjördæmaskipunar á hlut kvenna á Alþingi.

Breytt kjördæmaskipun mun skila fleiri konum inn á þing, segir m.a. í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu um áhrif breyttrar kjördæmaskipunar á hlut kvenna á Alþingi. Lesa meira
 

27/9/02 : Ráðherra heimsækir nemendur Viðskiptaháskólans á Bifröst.

Á fundi með nemendum Viðskiptaháskólans á Bifröst í gær fjallaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, almennt um málefni fjármálamarkaðar, þróun hans, einkavæðingu banka, dreifða eignaraðild, regluverk á markaðnum og sparisjóði. Lesa meira
 

13/9/02 : Ráðstefna um alþjóðlega gerðardóma haldin á Grand Hótel Reykjavík.

"Það er því mikilvægt skref fyrir framþróun viðskiptamála á Íslandi að tryggja gagnvart erlendum einstaklingum og fyrirtækjum, sem stunda viðskipti við íslenska aðila, að gerðardómar sem kveðnir eru upp á erlendri grund hljóti viðurkenningu og aðfararhæfi hér á landi. Þessu markmiði er nú náð með fullgildingu Íslands á New York sáttmálanum um viðurkenningu og aðfararhæfi erlendra gerðardóma," segir m.a. í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu um alþjóðlega gerðardóma. Lesa meira
 

13/9/02 : Verkefnastefnumót Northern Periphery.

Dagana 13.-14. september er haldið í Bláa Lóninu verkefnastefnumót fyrir Northern Periphery áætlun Evrópusambandsins, sem er sérstaklega hönnuð fyrir hinn norðlæga hluta Evrópu. Aðildarlönd auk Íslands eru Noregur, Svíþjóð, Finnland, Skotland, Færeyjar og Grænland. Tilgangur fundarins er að leiða saman fólk til að taka þátt í verkefnum sem falla undir áætlunina. 130 erlendir gestir frá 7 löndum sitja fundinn. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við setningu fundarins er á ensku. Lesa meira
 

12/9/02 : Norræn ráðstefna um fylliefni, 12.09.2002. -

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á norrænni ráðstefnu um fylliefni, sem haldin var á Hótel Loftleiðum. Ávarpið er á ensku. Lesa meira
 

11/9/02 : Ráðstefna Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar.

"Menntun er viðvarandi verkefni sem ekki er bundið við tiltekið æviskeið", segir m.a. í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar um starfsþróun í eyfirskum fyrirtækjum. Lesa meira
 

3/9/02 : Aðalfundur Fjórðungssambands Vestfjarða

"Umhverfisvæn ferðamennska er vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og þar liggja m.a. sóknarfæri Vestfirðinga", segir í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á aðalfundi Fjórðungssambands Vestfjarða. Lesa meira
 

11/7/02 : Merkur áfangi í þróun íslenskra orkumála.

Borgarplast hf og Metan hf kynntu í dag jákvæða niðurstöðu í tilraunaverkefni með brennslu á metani í stað olíu í iðnaðarfyrirtæki á Íslandi. Lesa meira
 

21/6/02 : Nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar.

Á aðalfundi Byggðastofnunar í morgun kynnti iðnaðar- og viðskiptaráðherra breytingar á stjórn stofnunarinnar. Lesa meira
 

20/6/02 : Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir m.a.: Til að vinna að gerð byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð þá hef ég ákveðið að skipa þriggja manna verkefnisstjórn. Formaður verkefnisstjórnarinnar verður Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri á Dagblaðinu. Við munum jafnframt leita eftir samstarfi við sveitastjórnarmenn, aðila úr atvinnulífinu, starfsmenn atvinnuþróunarfélaga og fólkið sjálft. Sérstakir hópar verða eflaust settir á fót til að fjalla um einstök málefni. Ég vænti þess að á miðju næsta ári liggi fyrir raunhæf aðgerðaáætlun um hvernig standa beri að uppbyggingu Eyjafjarðarsvæðisins. Lesa meira
 

19/6/02 : Landsbanki Íslands hf á Akureyri 100 ára.

Í tilefni af aldarafmæli Landsbanka Íslands hf á Akureyri hefur bankaráðið ákveðið að verja 5 milljónum króna til náms- og rannsóknastyrkja við Háskólann á Akureyri á næstu 5 árum til þess að efla skólann. Lesa meira
 

6/6/02 : Ársfundur Iðntæknistofnunar

Í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundi Iðntæknistofnunar segir m.a. að með þremur samstæðum frumvörpum um nýskipan opinbers stuðnings við vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun sé verið að stíga eitt mikilvægasta skref síðari ára til að efla vísindarannsóknir og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Frumvörpin voru til umfjöllunar á vorþingi og verða endurflutt í haust Lesa meira
 

3/6/02 : Sjómannadagur á Akureyri

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á sjómannadegi á Akureyri 2. júní 2002. Lesa meira
 

30/5/02 : Aðalfundur Samorku á Akureyri.

Í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á aðalfundi Samorku á Akureyri í dag segir m.a. að æ fleirum sé orðið ljóst að vandamál þróunarríkja heimsins vegna fátæktar og félagslegra aðstæðna séu nátengd ástandi orkumála viðkomandi ríkja. Lesa meira
 

29/5/02 : Ársfundur Rarik á Akureyri.

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundi Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri, 29. maí 2002. Lesa meira
 

23/5/02 : "Stefnumót við nýsköpun"- ráðstefna FKA.

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Grand Hóteli, Reykjavík. Lesa meira
 

21/5/02 : Ráðstefna Rekstrardeildar Háskólans á Akureyri, 17.05.2002

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu Rekstrardeildar Háskólans á Akureyri, 17. maí s.l. Ávarpið er á ensku. Lesa meira
 

16/5/02 : Stóriðjuskóli álversins í Straumsvík, útskrift, 14. maí 2002

Ávarp ráðherra við útskrift 6. hóps úr Stóriðjuskóla álversins í Straumsvík, 14. maí s.l. Lesa meira
 

11/5/02 : Ávarp við opnun handverkssýningar í Reykjanesbæ, 11.05.2002

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar handverkssýningu í Reykjanesbæ. Lesa meira
 

10/5/02 : Ávarp á ársfundi atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, 10.05.2002

Í ávarpi ráðherra á ársfundi atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, 10. maí s.l. segir m.a.:" Nýting orkuauðlindanna mun fyrirsjáanlega verða einn af hornsteinum aukinnar velmegunar hér á landi á næstu áratugum". Lesa meira
 

26/4/02 : Norrænn ráðherrafundur á Svalbarða

Á norrænum fundi þeirra ráðherra sem fara með málefni iðnaðar- og atvinnulífs og neytendamál á Svalbarða 25.- 26. apríl var m.a. fjallað um með hvaða hætti unnt sé að afnema viðskiptalegar hindranir milli Norðurlandanna. Lagt var fram skjalið Sjálfbær þróun á norðurslóðum. - Áherslur í formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu 2002-2004; kynnt drög að stefnu- og aðgerðaáætlun um nánari samvinnu við Eistland, Lettland og Litháen og innlegg um upplýsingatækni og viðskipti á Netinu. Lesa meira
 

26/4/02 : Eldhúsdagsumræður á Alþingi, 24.04.2002

Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi 23. apríl s.l. kom fram í máli iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, að ný byggðaáætlun verði afgreidd frá Alþingi einhvern næstu daga. Nýmæli í þessari tillögu eru þau, að gerð er grein fyrir 22 vel skilgreindum verkefnum sem ráðast skal í og er einn aðili, sem oftast er eitthvert ráðuneytanna, gerður ábyrgur fyrir framkvæmd. Lesa meira
 

23/4/02 : Erindi á Þjóðræknisþingi í Minneapolis.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti Þjóðræknisþing í Minneapolis í Kanada, 20. apríl s.l., f.h. utanríkisráðherra. Í erindi hennar kemur fram að meðal verkefna sem hafa verið unnin á síðustu árum til að styrkja tengsl Íslands, Bandaríkjanna og Kanada er stuðningur íslenskra stjórnvalda við uppbyggingu þjóðræknisfélaganna, stuðningur við mennta- og menningarstofnanir í Winnipeg og Gimli, s.s. fjárstyrkir til íslenska bókasafnsins við Manitobaháskóla og íslensku menningarmiðstöðvarinnar í Gimli. Erindið er á ensku. Lesa meira
 

17/4/02 : Ráðstefna SARÍS, samráðs um rafrænt Ísland

Í ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ráðstefnu SARÍS, samráðs um rafrænt Ísland, segir m.a. að í rannsókn á vegum Harvard háskóla sem gerð var á síðasta ári kemur fram að Ísland var í öðru sæti af 75 löndum, næst á eftir Bandaríkjunum, þegar kom að hæfni landa til að nýta sér rafræn samskipti. Lesa meira
 

16/4/02 : Ráðstefna Samtaka verslunarinnar

Er uppskipting markaðsráðandi fyrirtækja lausnin? Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á ráðstefnu Samtaka verslunarinnar 16. apríl 2002. Lesa meira
 

12/4/02 : Fræðsluþing verktaka á Austurlandi

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra flutti ávarp við setningu fræðsluþings verktaka á Austurlandi 11. apríl 2002. Lesa meira
 

5/4/02 : Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á samráðsfundi Landsvirkjunar

Í ávarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Samráðsfundi Landsvirkjunar í dag segir m.a.: Undanfarin misseri hafa verið umbrotatímar á mörgum sviðum orkumála eins og stundum áður, unnið hefur verið að fjölmörgum málefnum er til heilla horfa, orkuframleiðsla hefur enn aukist og áfram er unnið að undirbúningi nýrra virkjana. Lesa meira
 

3/4/02 : Opinn fundur á Reyðarfirði um álvers- og orkuframkvæmdir á Austurlandi

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Reyðarfirði, 2. apríl 2002, um stöðu álvers- og orkuframkvæmda á Austurlandi og næstu skref. Ráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að kanna áhuga annarra álfyrirtækja en Hydro til að leiða fjárfestingu í álveri við Reyðarfjörð. Formaður nefndarinnar er Finnur Ingólfsson, Seðlabankastjóri. Lesa meira
 

22/3/02 : Frumkvöðlasetur á Norðurlandi

Ávarp iðnaðarráðherra á fundi með norðlenskum fyrirtækjum um frumkvöðlasetur á Norðurlandi, fimmtudaginn 21. mars 2002. Lesa meira
 

21/3/02 : Ársfundur Orkustofnunar

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundi Orkustofnunar, 20. mars 2002. Lesa meira
 

18/3/02 : Ávarp á aðalfundi Bílgreinasambandsins, 16.03.2002

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á aðalfundi Bílgreinasambandsins. Lesa meira
 

15/3/02 : Ræða á Iðnþingi

Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, á Iðnþingi í dag. Lesa meira
 

14/3/02 : Með allt á hreinu

Ávarp viðskiptaráðherra á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins: Með allt á hreinu. Lesa meira
 

14/3/02 : Nýsköpunarþing

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs Íslands. Lesa meira
 

12/3/02 : Samstarfsvettvangur um heilbrigðistækni

Ávarp iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, á ársfundi "Samstarfsvettvangs um heilbrigðistækni" Lesa meira
 

27/2/02 : Ávarp við opnun Handbókar byggingariðnaðarins

Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur opnað Handbók byggingariðnaðarins, sem er upplýsingabanki á vef stofnunarinnar. Ávarp ráðherra. Lesa meira
 

27/2/02 : Ávarp á aðalfundi ICEPRO, 26.02.2002

ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti, veitir Mjólkursamsölunni EDI-verðlaunin fyrir árið 2002. Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra við afhendingu verðlaunanna. Lesa meira
 

13/2/02 : Rannsóknir í þágu efnahagslegra framfara

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fundi iðnaðarráðuneytisins um rannsóknir í þágu efnahagslegra framfara á Hótel Sögu. Lesa meira
 

8/2/02 : Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra við opnun Carnegie-sýningarinnar

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra við opnun Carnegie-sýningarinnar 8. febrúar 2002. Lesa meira
 

7/2/02 : Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur á fundi Samtaka atvinnurekenda á Norðurlandi

Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á fundi Samtaka atvinnurekenda á Norðurlandi. Lesa meira
 

24/1/02 : Ávarp á hádegisverðarfundi Útflutningsráðs og Lánstrausts um áhættumat í alþjóðaviðskiptum, 24.01.2002

Íslendingar hafa uppfyllt ákvæði tilskipunar ESB um greiðsludrátt í viðskiptum, til þess að koma á sameiginlegum reglum um hámarksgreiðslutíma og dráttarvexti innan sambandsins. Lesa meira
 

10/1/02 : Ávarp við afhendingu markaðsverðlauna Ímarks, 10.01.2002

Bláa lónið fær markaðsverðlaun Ímarks fyrir árið 2001. Bláa lónið hefur með markvissu markaðsstarfi verið leiðandi í að innleiða nýjungar í ferðaþjónustu og er lónið nú vinsælasti ferðamannastaður landsins. Lesa meira
 

Valgerður Sverrisdóttir


Stoðval