Upplýsingar um leyfi

Löggilding starfsheita í nokkrum tækni- og hönnunargreinum

Löggilding starfsheita í nokkrum tækni- og hönnunargreinum:

Leyfi um starfsheiti er veitt skv. lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996. Þessi starfsheiti eru:

  • arkitektar/húsameistarar
  • byggingafræðingar
  • hagfræðingar
  • húsgagna- og innanhússarkitektar (húsgagna- og innanhússhönnuðir)
  • iðnfræðingar
  • landslagsarkitektar (landslagshönnuðir)
  • raffræðingar
  • skipulagsfræðingar
  • tæknifræðingar
  • tölvunarfræðingar
  • próf í verðbréfaviðskiptum
  • verkfræðingar
  • Umsókn um starfsheiti (annarra en raffræðinga) sem skal vera skrifleg, sendist ásamt staðfestu ljósriti prófskírteina með einkunnum, til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Arnarhvoli, .
  • Umsókn um starfsheiti raffræðinga skal vera skrifleg og sendist ásamt staðfestu ljósriti prófskírteina til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Arnarhvoli, .

Meðferð umsóknar:
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sendir umsókn og ljósrit prófskírteina til umsagnar fagfélaga.

Ef umsögnin er jákvæð er útbúið leyfisbréf og umsækjanda tilkynnt að leyfisbréfið sé til afhendingar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti gegn greiðslu gjalds í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Nánari upplýsingar um starfsleyfisveitingar gefur , stjórnarráðsfulltrúi.

 







Stoðval