Ráðherraskipti í ríkisstjórn Íslands

31.12.1999Föstudaginn 31. desember 1999 munu eiga sér stað ráðherraskipti í ríkisstjórn Íslands.
Ríkisráðsfundur hefst að Bessastöðum kl. 10:30. Klukkan 13:00 mun Finnur Ingólfsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenda Valgerði Sverrisdóttur, verðandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lykla að ráðuneytunum.

Fjölmiðlum gefst tækifæri til að senda fréttamenn, ljósmyndara og myndatökufólk í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin, Arnarhvoli, á þeim tíma.

Reykjavík, 30. desember 1999.

 

Fréttir eftir árum...
Stoðval