Kynningarrit um erlenda fjárfestingu

14.1.1998

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 1/1998Kynningarskrifstofur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, MIL og Fjárfestingarskrifstofa Íslands, hafa gefið út sameiginlegt fréttabréf á ensku, ICELAND INVESTMENT NEWS.

Í fréttabréfinu er leitast við að endurspegla þá grósku sem verið hefur í erlendri fjárfestingu á Íslandi undanfarið. Fjallað er um mikilvæga þætti í íslensku rekstrarumhverfi og greint frá verkefnum sem erlendir fjárfestar eru með í athugun um þessar mundir.

Í ICELAND INVESTMENT NEWS er að finna umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, OZ, harðviðarverksmiðju Aldin á Húsavík, Íslenska farsímafélagið, fjárfestingu norskra aðila í Silfurtúni og kaup CODA samsteypunnar á Íslenskri forritaþróun svo eitthvað sé nefnt. Í fréttabréfinu eru greinar um nýtt álver Norðuráls á Grundartanga, stækkun ÍSAL og stækkun verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins, sem samanlagt kalla á hartnær 50 prósent viðbót við orkusölu Landsvirkjunar.

Reykjavík, 14 janúar 1998.


 

Fréttir eftir árum...
Stoðval