Átak til leitar að jarðhita á köldum svæðum

6.5.1998

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 7/1998Iðnaðarráðherra boðar til blaðamannafundar í Borgartúni 6, fimmtudaginn 7. maí, kl. 11:00.

Tilefni fundarins er undirritun samkomulags milli iðnaðarráðuneytis, Orkuráðs og Byggðastofnunar um sérstakt átak til leitar að jarðhita á svokölluðum köldum svæðum.

Samkomulag hefur tekist milli ofangreindra aðila um fjármögnun tveggja ára átaks á þessu sviði, með allt að 60 milljóna króna framlagi. Á fundinum verður blaðamönnum kynnt innihald samkomulagsins.

Reykjavík, 6. maí 1998

 

Fréttir eftir árum...
Stoðval