Nýr aðstoðarmaður

18.8.1999

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 11/1999


Páll Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra og tók hann til starfa 16. ágúst síðastliðinn.

Páll er 28 ára. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og er að ljúka prófi í guðfræði. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Reykvískrar útgáfu ehf.

Páll er í sambúð með Aðalheiði Sigursveinsdóttur starfsmanni landlæknisembættisins og eiga þau einn son. Þau búa í Kópavogi.


Reykjavík 18. ágúst 1999.

 

Fréttir eftir árum...
Stoðval