Stýrinefnd Alþjóðavetnissamstarfsins IPHE, heldur sjötta fund sinn í Reykjavík

25.9.2006

IÐNAÐAR- OGVIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

Nr. 14/2006

Fréttatilkynning

Stýrinefnd Alþjóðavetnissamstarfsins IPHE, heldur sjötta fund sinn í Reykjavík.

Stýrinefnd Alþjóðavetnissamstarfsins (International Partnership for Hydrogen Economy (IPHE)) heldur sjötta fund sinn á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 26-27. september. IPHE er samstarfsvettvangur sextán aðildarríkja og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var stofnaður í Washington DC í nóvember 2003 og miðar að því að efla alþjóðlegt samstarf og rannsóknir á sviði vetnis.

Á fundinum munu aðildarríkin fjalla um helstu stefnumið IPHE, þar á meðal aðferðir til að greiða fyrir rannsóknum og þróun vetnistækni og efnarafala.

Frá stofnun IPHE hafa orðið miklar framfarir á sviði vetnisnýtingar á alþjóðavettvangi. Helstu bílaframleiðendur heims undirbúa nú fjöldaframleiðslu á vetnisbílum sem gætu tekið við af farartækjum knúnum jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.

Aðilar að IPHE eru: Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Frakkland, framkvæmdanefnd Evrópusambandsins, Indland, Ísland, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Kórea, Noregur, Nýja Sjáland, Rússland og Þýskaland.

Af hálfu íslenskra stjórnvalda eiga Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Utanríkisráðuneytið sæti í stýrinefndinni.

Fjölmiðlar geta fengið nánari upplýsingar um dagskrá fundarins og tekið viðtöl við opinbera fulltrúa þeirra landa sem sækja fundinn í hádegishléi milli kl. 12:30 og 14:00 þriðjudaginn 26. september. Á heimasíðu IPHE 

Fréttir eftir árum...
Stoðval