Námskeið um samkeppnishæfni.

27.8.2003Hvernig má nýta KLASA
til aukinnar samkeppnishæfni fyrirtækja og svæða?

Námskeið um uppbyggingu, rekstur og nýtingu
klasa til aukinnar samkeppnishæfni fyrirtækja og svæða


Þann 9. – 10. september n.k., mun Mr Ifor Flowcs-Williams frá Nýja Sjálandi, halda námskeið um uppbyggingu og eflingu klasa og hvað er hægt að gera til auka samkeppnishæfni fyrirtækja og svæða með markvissum aðgerðum á þessu sviði.

Mr. Flowcs-Williams hefur haldið fjölda námskeiða um þessi mál víða um heim fyrir fyrirtæki, opinbera aðila og alþjóðastofnanir s.s. OECD og Alþjóðabankann. Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum, sveitarfélögum, bæjum, samtökum, atvinnuráðgjöfum og öðrum er fást við að auka samkeppnishæfni atvinnulífs og svæða, m.a. með markvissri uppbyggingu klasa og tengslaneta í atvinnulífi.

Námskeiðið, sem fer fram á ensku, verður haldið á Iðntæknistofnun Íslands, og hefst kl. 10:00 þann 9. september, með ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Aðgangur að námskeiðinu kostar kr. 39.000.

Námskeiðið er hluti af starfi Verkefnisstjórnar um byggðaþróun við Eyjafjörð, en að því standa einnig iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðntæknistofnun Íslands, Útflutningsráð Íslands, Byggðastofnun og Rannís.

Skráning á námskeiðið er hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í síma 545-8500, eða með tölvupósti til

Sjá nánari gögn. 

Fréttir eftir árum...
Stoðval