Nýtt skipurit fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

10.3.2003

Nýtt skipurit.


Þann 28. febrúar sl. staðfesti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýtt skipurit fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Helstu breytingar eru þær að skrifstofa byggðamála var sameinuð skrifstofu iðnaðar- og nýsköpunar og skrifstofa ráðherra var sameinuð almennri skrifstofu. Í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eru, auk almennrar skrifstofu, fimm sérsvið: Nýsköpun og byggðamál, Orku- og umhverfismál, Samkeppnis- og neytendamál, Fjárfestinga- og viðskiptamál og Fjármálamarkaður.


 

Fréttir eftir árum...
Stoðval