Ný stjórn Samkeppniseftirlits

23.5.2005

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 12/2005

 

 

Viðskiptaráðherra hefur skipað stjórn Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt nýjum samkeppnislögum, nr. 44/2005, tekur Samkeppniseftirlitið til starfa 1. júlí næstkomandi.

Samkvæmt 5. gr. laganna fer þriggja manna stjórn skipuð af viðskiptaráðherra með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins. Þrír varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann.

Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða er ráðherra heimilt að skipa stjórn fyrir gildistöku laganna. Stjórnin hefur heimild til að undirbúa gildisstöku þeirra.

Eftirtaldir hafa verið skipaðir í stjórnina:

Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands, formaður.

Jóna Björk Helgadóttir aðstoðarmaður hæstaréttardómara.

Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 

Fréttir eftir árum...
Stoðval