Upplýsingatækniráðherrar í Riga

Ríki Eystrasaltsráðsins hafa samþykkt samstarfsáætlun á sviði upplýsingatækni

1.10.2001Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.


Á fundinum var samþykkt yfirlýsing um samstarf þeirra 11 ríkja sem aðild eiga að Eystrasaltsráðinu, á sviði upplýsingatækni. Í yfirlýsingunni kemur fram að samstarfið mun njóta stuðnings Evrópusambandsins sem tekið hefur virkan þátt í mótun þess ásamt embættismönnum frá ríkjum Eystrasaltsráðsins. Upphaf þessa máls má rekja til ráðherrafundar sem haldinn var í Kolding í Danmörku 12.-13. apríl árið 2000.

Líta ber á þetta samstarf sem svæðisbundið samstarf þar sem Eystrasaltsráðið er í lykilhlutverki en auk þess mun ýmsum svæðisbundnum stofnunum, ríkisstofnunum, einkafyrirtækjum, rannsóknarstofnunum og Evrópusambandinu standa til boða að taka þátt.

Fyrirhugað er að stofna til samstarfsverkefna sem byggja á eEurope, eEurope+ og upplýsingatækniáætlunum landanna. Þegar hafa verið skilgreind eftirfarandi verkefni í verkefnaáætlun sem vísað er til í yfirlýsingu ráðherrafundarins:

· High-speed research networks and advanced broadband applications
· ICT Security
· eSkills
· eCommerce
· eGovernment
· Indicators
· eEnvironment

 

Fréttir eftir árum...
Stoðval