Auglýsingin skuldbindur

Rannsókn og skýrsla unnin að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar

8.6.2001

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 9/2001Verðmerkingar á vörum eru bindandi og því gildir "Gjört verður ekki aftur tekið". Auglýsingin skapar væntingar um gæði á vörum og þjónustu sem notið geta réttarverndar. Þetta er niðurstaða tveggja norræna lögfræðinga á sviði neytendarréttar sem hafa tekið til athugunar ýmis álitaefni er varða ábyrgð auglýsenda gagnvart almenningi. Rannsóknin og skýrslan er unnin að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar og umsjón hennar höfðu prófessor Kai Krüger við Háskólann í Bergen og prófessor Peter Møgelvang – Hansen við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Ágengari aðferðir við markaðsfærslu verða æ algengari í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum, svo og með notkun nýrra miðla s.s. tölvupósts, símbréfa, farsíma og á Netinu og það leiðir til þess að nauðsynlegt er að skýra lagalega ábyrgð framleiðenda og auglýsenda við markaðsfærslu á vörum og þjónustu og að hún sé sanngjörn. Löggjöf og tilskipanir frá ESB hafa hert á ábyrgðinni gagnvart villandi og ólögmætum auglýsingum en eftir stendur þó að ýmis atriði varðandi framkvæmdina eru um margt óljós.

Skýrsluhöfundar setja fram ýmis dæmi þar sem neytendum sé rétt að líta á að auglýsing feli í sér bindandi tilboð:
· Þegar auglýst eru afgangssæti hjá ferðaskrifstofum
· Þegar í auglýsingu er lofað hagstæðu uppítöku verði þegar keypt eru verkfæri eða annar búnaður,
· - eða þegar viðskiptamanninum er tryggt lægra verð þar sem að hann sýnir fram á að samkeppnisaðili hefur til sölu sömu vöru á lægra verði heldur en tilgreint er í auglýsingunni.

Nauðsyn á skýrari lagareglum
Sem viðskiptamaður seljanda átt þú að eiga rétt á því að bera ekki skaða vegna útgjalda og ófjárhaglegs tjóns ef þú hefur eytt tíma og peningum vegna auglýsingar sem verslunin vill síðar hlaupast undan að standa við þar eð henni var aðeins ætlað að hvetja þig til þess að koma í verslunina.

Skýrsluhöfundar telja að þessa niðurstöðu eigi að lögfesta og jafnframt setja ákveðnar og skýrar reglur um skuldbindingargildi auglýsinga. Þeir benda einnig á að norræna löggjöf þurfi að samræma betur að þessu leyti. Höfundar telja jafnframt að úrskurðaraðilar á sviði neytendamála hafi ekki gengið nógu langt í því að gera athugasemdir við ólögmætar og villandi auglýsingar. Þetta hafi mikla þýðingu í framkvæmd enda varða kvartanir og kröfur í slíkum málum yfirleitt smáum fjárhæðum og koma af þeim sökum sjaldan eða aldrei til dómstólanna.

Af tilskipunum Evrópusambandsins má einnig sjá að neytendamál njóta sífellt meiri forgangs á þeim vettvangi. Þar hafa meðal annars verið samþykktar tilskipanir sem leggja skýrari línur varðandi tjáningarfrelsið og mörk að því er varðar markaðsfærslu og hvað leyfilegt er að halda fram um framleiðsluvörur samkeppnisaðilans. Einnig hefur réttarstaða neytenda verið styrkt þegar þeir kaupa vörur. Það á til dæmis við þegar þeir kaupa vörur í fjarsölu sem seldar eru á Netinu eða panta vörur eftir birtingu auglýsingar í sjónvarpi.

Nánari upplýsingar veita: Kai Krüger sími: + / Peter Møgelvang-Hansen sími:+
Fjölmiðlar geta pantað skýrsluna (ókeypis) með því að snúa sér til sími: + 45 33 96 04 09
Reykjavík, 8. júní 2001.

 

Fréttir eftir árum...
Stoðval