Skipun kærunefndar vegna lausafjár- og þjónustukaupa

1.6.2001

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 8/2001


Í dag 1. júní 2001 taka gildi tveir lagabálkar sem fela í sér mikilsverða réttarbót fyrir íslenska neytendur. Um er að ræða lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup og lög nr. 42/2000 um þjónustukaup. Nýju lögin um lausafjárkaup leysa af hólmi eldri lög frá 1922 en hér á landi hafa ekki verið í gildi sérstök lög um þjónustukaup.

Meðal mikilsverðra nýmæla er að með lögunum er komið á fót kærunefnd sem unnt er að leita álits hjá vegna ágreinings milli kaupanda og seljanda í lausafjár- og þjónustukaupum deiluaðilum að kostnaðarlausu. Viðskiptaráðherra hefur í dag í samræmi við ákvæði laganna skipað þriggja manna kærunefnd. Formaður nefndarinnar er Kristín Haraldsdóttir, lögfræðingur og deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Í kærunefndinni eiga auk Kristínar sæti Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum og Tómas Sigurðsson, hdl., lögmaður hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Reykjavík, 1. júní 2001.


 

Fréttir eftir árum...
Stoðval