Fréttatilkynningar

29.12.2005 : Opinn rafmagnsmarkaður.

Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar 2006 í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti í mars 2003 um vinnslu, flutning, dreifingu og viðskipti með raforku. Lesa meira
 

14.12.2005 : Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Í tilefni af fréttaflutningi og umræðu undanfarna daga um frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem lagt var fram á Alþingi í haust en hlaut ekki afgreiðslu, er nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Lesa meira
 

13.12.2005 : Kristján Skarphéðinsson skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Kristján Skarphéðinsson í embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu frá og með 1. janúar nk. til fimm ára. Lesa meira
 

13.12.2005 : Þróun fasteignaverðs á Íslandi - skýringar og tillögur.

Í dag var kynnt skýrsla nefndar um þróun fasteignaverðs á Íslandi, sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, í framhaldi af samþykkt þingsályktunar um málið. Lesa meira
 

29.11.2005 : Byggðastofnun - framtíðarstarfsemi.

Starfshópur sem falið var að fjalla um fjárhagsvanda Byggðastofnunar og móta tillögur um framtíðarstarfsemi hennar hefur nú lokið störfum. Lesa meira
 

29.11.2005 : Blaðamannafundur um málefni Byggðastofnunar.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, boðar til blaðamannafundar í dag, 29. nóvember 2005, til að kynna niðurstöðu ríkisstjórnarfundar um málefni Byggðastofnunar og framtíð atvinnuþróunarstarfsemi ráðuneytisins.

Blaðamannafundurinn er haldinn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Arnarhvoli, og hefst kl. 13:00.

Lesa meira

 

23.11.2005 : Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar.

Á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember, mun Orkusetur í samvinnu við iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun standa fyrir ráðstefnu um orkunotkun heimila og iðnaðar. Ráðstefnan er haldin á Hótel KEA, Akureyri og stendur frá kl. 9:15 til kl. 14:30.

Lesa meira

 

21.11.2005 : Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum - endurskoðun samþykkta.

Í dag voru undirritaðar nýjar samþykktir fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum en nefndin starfar samkvæmt samkomulagi viðskiptaráðuneytisins, Neytendasamtakanna og Sambands íslenskra vátryggingafélaga Lesa meira
 

27.10.2005 : Ráðherrafundur vegna BASREC-samstarfsins í Reykjavík.

Hinn 28. október 2005 var haldinn í Reykjavík ráðherrafundur vegna BASREC (Baltic Sea Region Energy Co-operation), Orkusamstarfs Eystrasaltsráðsins. Lesa meira
 

21.10.2005 : 30 ára afmæli kvennafrídagsins

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hvetur konur til þátttöku í viðburðum í tilefni afmælisins. Lesa meira
 

17.10.2005 : Fjárfestingartækifæri í Austur-Evrópu og Mið Asíu.

Ráðstefna á Radisson SAS Hótel Sögu 27. október 2005 um hlutverk Endurreisnar og þróunarbanka Evrópu, EBRD. Lesa meira
 

14.10.2005 : Aukin tækifæri í forystu atvinnulífsins.

Út er komin skýrsla tækifærisnefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja. Lesa meira
 

31.8.2005 : Skipan nefndar um stefnumörkun á sviði byggðaþróunar og samkeppnishæfni Austurlands.

Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Austurlands og til að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Lesa meira
 

12.8.2005 : Fundur orkumálaráðherra á Grænlandi

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðaráðherra sat fund orkumálaráðherra Norðurlanda sem fram fór í Narsarsuaq á Grænlandi 8.-10. ágúst sl. Á fundinum var samþykkt samstarfsáætlun á sviði orkumála fyrir árin 2006 til 2009. Lesa meira
 

7.7.2005 : Ný reglugerð.

Reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

1.7.2005 : Neytendastofa og talsmaður neytenda.

Ný stofnun, Neytendastofa, tekur til starfa í dag. Þá hefur einnig verið stofnað nýtt embætti; talsmaður neytenda, og hefur hann einnig störf í dag. Lesa meira
 

1.7.2005 : Samkeppniseftirlitið tekur til starfa.

Í dag, 1. júlí,  tekur Samkeppniseftirlitið til starfa á grundvelli samkeppnislaga nr. 44/2005. Lesa meira
 

1.7.2005 : Skipun í embætti talsmanns neytenda.

Viðskiptaráðherra hefur skipað Gísla Tryggvason í embætti talsmanns neytenda frá 1. júlí n.k. til fimm ára sbr. lög um Neytendastofu og talsmann neytenda nr. 62/2005. Lesa meira
 

30.6.2005 : Skipun í stöðu forstjóra Neytendastofu.

Viðskiptaráðherra hefur skipað Tryggva Axelsson, lögfræðing, í stöðu forstjóra Neytendastofu. Lesa meira
 

27.6.2005 : Undirritun gagnkvæms samnings um vernd fjárfestinga á milli Mexíkó og Íslands.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur undirritað f.h. Íslands, gagnkvæman samning við Mexíkó um vernd fjárfestinga. Lesa meira
 

20.6.2005 : Starf talsmanns neytenda

Frestur til að skila inn umsókn um starf talsmanns neytenda rann út þann 16. þ.m. Eftirtaldir sóttu um starfið: Lesa meira
 

20.6.2005 : Starf forstjóra Neytendastofu

Frestur til að skila inn umsókn um starf forstjóra Neytendastofu rann út þann 16. þ.m. Eftirtaldir sóttu um starfið: Lesa meira
 

31.5.2005 : Gerð vaxtarsamnings Vestfjarða.

Skrifað verður undir samninginn 31. maí að Hótel Ísafirði, kl. 13:00. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir. Lesa meira
 

27.5.2005 : Gerð Vaxtarsamnings Vestfjarða

Fyrir nokkru var kynnt skýrsla nefndar um byggðaþróun Vestfjarða, en starf nefndarinnar er hluti af verkefnum innan byggðaáætlunar stjórnvalda sem nær yfir tímabilið 2002 - 2005. Í niðurstöðum skýrslunnar er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur frá 2005 til 2008 sem byggist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa. Lesa meira
 

27.5.2005 : Aðalfundur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD)

Aðalfundur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD), var haldinn í Belgrade, í Serbíu og Svartfjallalandi 22. – 23. maí síðastliðinn og sótti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundinn fyrir Íslands hönd. Lesa meira
 

23.5.2005 : Ný stjórn Samkeppniseftirlits

Viðskiptaráðherra hefur skipað stjórn Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt nýjum samkeppnislögum, nr. 44/2005, tekur Samkeppniseftirlitið til starfa 1. júlí næstkomandi. Lesa meira
 
Mynd : Undirritun samkomulags

3.5.2005 : Undirritun samkomulags um sameiginlegt þróunarverkefni varðandi upplýsingaverkefni í þjónustu við fatlaða.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirrituðu í gær á Hvammstanga samkomulag um sameiginlegt þróunarverkefni varðandi upplýsingaverkefni í þjónustu við fatlaða. Lesa meira
 

25.4.2005 : Iðnaðarráðherra ávarpar alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna í Antalya í Tyrklandi

Valgerður Sverrisdóttir flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi. Lesa meira
 

18.4.2005 : Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra veitt tímabundið leyfi frá starfi.

Þorkell Helgason, orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi sínu um tveggja mánaða skeið og hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra orðið við þeirri ósk. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, verkfræðingur sett í hans stað. Lesa meira
 

6.4.2005 : Niðurstöður könnunar um viðhorf Norðlendinga til álvers og virkjana

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið lét IMG Gallup framkvæma fyrir sig könnun þar sem spurt var út í viðhorf manna varðandi álver og virkjanir á Norðurlandi. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma á tímabilinu frá 17.-27. febrúar sl. og var úrtakið 2400 manns á aldrinum 16-75 ára sem búa í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Úrtakið var slembiúrtak úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 71.7%. Lesa meira
 

11.3.2005 : Stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja, í því skyni að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Lesa meira
 
viljayfirlýsing á Mývatni

11.3.2005 : Vilji til að koma nýrri starfsemi á fót í húsnæði Kísiliðjunnar við Mývatn

Í dag undirrituðu Landeigendur Reykjahlíðar ehf., íslenskir iðnaðarfrumkvöðlar, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og iðnaðarráðherra viljayfirlýsingu um að ganga til samstarfs sem hefur það að markmiði að í húsnæði Kísiliðjunnar við Mývatn verði starfrækt verksmiðja sem framleiðir vörubretti úr endurunnum pappírsafurðum. Lesa meira
 
skipa_forsida

4.3.2005 : Samkeppnisstaða skipaiðnaðarins : nefndarálit

Nefndin átti m.a. að kanna breytingar á starfsskilyrðum skipasmíðaiðnaðarins hér á landi, þar sem áhersla væri lögð á að greinin gæti keppt við erlenda keppinauta á grunni jafnræðis. Lesa meira
 

3.3.2005 : Evrópsk skýrsla um eignarhald kvenna í atvinnurekstri

Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu eru einungis 20% fyrirtækja hér á landi rekin af konum og eru þau flest innan verslunar og þjónustu. Þróun síðustu ára bendir ekki til að þetta hlutfall sé að breytast. Lesa meira
 
Meginverkefni og áherslur á sviði iðnaðar- og viðskiptamála 2003-2005 - Mynd af forsíðu skýrslu

25.2.2005 : Meginverkefni og áherslur á sviði iðnaðar- og viðskiptamála 2003-2005

Ritinu er ætlað að gefa lesendum yfirsýn yfir meginstefnumið iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt því að veita yfirlit yfir helstu framkvæmdir á vegum ráðuneytisins það sem af er þessa kjörtímabils. Lesa meira
 

17.2.2005 : Skipulagsumbætur á raforkumarkaði.

Í dag undirrituðu iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Lesa meira
 

14.2.2005 : Mikill áhugi á stöðu framkvæmdastjóra samstarfsvettvangs um hönnun!

51 umsókn barst um starf framkvæmdastjóra samstarfsvettvangs um hönnun. Meginmarkmið vettvangsins er að efla þróun og ímynd íslenskrar hönnunar á alþjóðlegum vettvangi. Lesa meira
 

10.2.2005 : Frumvarp til laga um faggildingu, o.fl.

Í viðskiptaráðuneytinu hafa verið samin drög að frumvarpi til laga um faggildingu,o.fl. Ákvæði um faggildingu komu fyrst í íslenska löggjöf við samþykkt laga nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu Lesa meira
 

9.2.2005 : Viðaukasamningar vegna stækkunar Norðuráls undirritaðir

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, undirrituðu í dag fyrir hönd íslenskra stjórnvalda viðaukasamninga vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Lesa meira
 

3.2.2005 : Skýrsla Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða

Í dag verða kynntar á Ísafirði niðurstöður úr skýrslu Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða.

Lesa meira
 

3.2.2005 : Iðnaðar- og sjávarútvegsráðherra undirrita samkomulag

Samningur um að vinna sameiginlega að því að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi undirritaður á Ísafirði í dag. Lesa meira
 

31.1.2005 : Nýtt skipulag iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta

Þann 1. febrúar tekur gildi nýtt skipulag í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Skrifstofur ráðuneytanna verða fjórar og fækkar um tvær frá eldra skipulagi. Lesa meira
 

4.1.2005 : Reglugerð nr. 1060/2004 um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

Reglugerð nr. 1060/2004 um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Reglugerð nr. 1051/2004 um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga.

Reglugerð nr. 1051/2004 um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Reglugerð nr. 1050/2004 um raforkuviðskipti og mælingar.

Reglugerð nr. 1050/2004 um raforkuviðskipti og mælingar hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Reglugerð nr. 1048/2004 um gæði raforku og afhendingaröryggi.

Reglugerð nr. 1048 um gæði raforku og afhendingaröryggi hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Lög nr. 149/2004, um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum.

Lög nr. 149/2004, um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum, hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Lög nr. 146/2004, um greiðslur yfir landamæri í evrum.

Lög nr. 146/2004, um greiðslur yfir landamæri í evrum, hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Lög nr. 134/2004, um breytingu á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

Lög nr. 134/2004, um breytingu á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

4.1.2005 : Lög nr. 130/2004, um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.

Lög nr. 130/2004, um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira
 

Fréttir eftir árum...
Stoðval