Fréttatilkynningar

1.12.2004 : Nýtt fréttabréf.

Út er komið nýtt fréttabréf iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Meðal efnis: Aðild Íslands að evrópska einkaleyfasamningnum, heimsfrægir leikarar við kvikmyndagerð á Íslandi, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fer fyrir viðskiptasendinefnd til Rúmeníu og Búlgaríu, alþjóðlegur fundur IPHE á Íslandi. Lesa meira
 

1.12.2004 : Fleiri konur í framkvæmdastjórn íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum en færri í stjórnum.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var þátttakandi á fréttamannafundi í Osló í dag í tilefni af útgáfu skýrslu um hlut kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórn 500 stærstu fyrirtækja á Norðurlöndum. Lesa meira
 

26.10.2004 : Evrópuverkefnið Konur í atvinnurekstri og landbúnaði

Umræðufundur á Radisson hótel Sögu 29. október n.k. Lesa meira
 

1.10.2004 : Frumvörp til breytinga á skipulagi samkeppnisyfirvalda og neytendamála.

Með hliðsjón af niðurstöðu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi hefur viðskiptaráðuneytið unnið drög að frumvörpum til breytinga á skipulagi samkeppnisyfirvalda og neytendamála. Lesa meira
 

22.9.2004 : Alþjóðlegur fundur IPHE á sviði vetnis á Íslandi.

Dagana 23. og 24. september verður haldinn í Reykjavík fundur framkvæmdanefndar IPHE, International Partnership for the Hydrogen Economy, sem er samstarf 15 þjóða sem stofnað var til að frumkvæði Bandaríkjanna í nóvember 2003. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, mun ávarpa og setja fundinn í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 23. september kl. 9:00. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir setninguna. Búist er við að um 80 manns frá 20 þjóðlöndum sæki fundinn. Lesa meira
 

21.9.2004 : Frumvörp um hlutafélög og einkahlutafélög.

Í kjölfar útgáfu skýrslu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi hefur viðskiptaráðuneytið unnið drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Lesa meira
 

1.9.2004 : Þrír norrænir ráðherrafundir á Akureyri.

Norrænir ráðherrar sem fara með atvinnu-, orku- og neytendamál funda á Hótel KEA á Akureyri dagana 2.-3. september. Lesa meira
 

31.8.2004 : Álit nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi.

Nefnd um íslenskt viðskiptaumhverfi sem viðskiptaráðherra skipaði í janúar s.l. hefur lokið störfum. Nefndinni var m.a. ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts. Lesa meira
 

27.8.2004 : Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins.

Ísland er í formennsku fyrir norrænt samstarf í ráðherra- og embættismannanefndum árið 2004. Því tengt hefur verið skipulagt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins á Grand Hótel dagana 30.-31. ágúst. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Lesa meira
 

10.8.2004 : Samkomulag um verðmæti flutningsvirkja sem mynda Landsnet hf.

Nýtt hlutafélag, Landsnet, skal frá og með 1. janúar n.k. annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt nýjum raforkulögum. Lesa meira
 

16.7.2004 : Skipun stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins að fengnum tillögum frá aðilum samningsins. Lesa meira
 

5.7.2004 : Gerð vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins.

Fyrir nokkru var kynnt skýrsla nefndar um byggðaþróun Eyjafjarðarsvæðisins, en starf nefndarinnar er hluti af verkefnum innan byggðaáætlunar stjórnvalda sem nær yfir tímabilið 2002-2005. Lesa meira
 

23.6.2004 : Ný lög.

Eftirtalin lög hafa verið samþykkt á Alþingi og birt í A-deild Stjórnartíðinda: Lög nr. 68 7. júní 2004, um breytingu á lögum nr. 134 22. desember 1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, með síðari breytingum; lög nr. 72 7. júní 2004 um uppfinningar starfsmanna og lög nr. 75 7. júní 2004 um stofnun Landsnets hf. Lesa meira
 

16.6.2004 : Ný lög.

Eftirtalin lög voru samþykkt á Alþingi 28. maí s.l.: Lög um breytingu á lögum um einkaleyfi, lög um breytingu á lögum um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, lög um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar og lög um afnám laga um jöfnun flutningskostnaðar á sementi. Lesa meira
 

9.6.2004 : Ráðstefna um framkvæmd formennskuáætlunar Íslands í samstarfi Norðurlandanna.

Haldin á Grand Hótel, fimmtudaginn 10. júní kl. 09:00-16:30. Lesa meira
 

3.6.2004 : Alþjóðleg ráðstefna í Bonn um endurnýjanlegar orkulindir.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar á fundinum. Lesa meira
 

1.6.2004 : Ábyrgðarmönnum fækkar.

Nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að undirbúa stefnumótun vegna áforma um setningu laga og reglna um réttindi og skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki leggur til að samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga verði útvíkkað og nái til fleiri þátta lánveitinga en núgildandi samkomulag. Lesa meira
 

1.6.2004 : Skýrsla nefndar um réttindi og skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki og Viðhorfsrannsókn til bankaþjónustu.

Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að unnið verði að setningu laga og reglna um réttindi og skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki í samræmi við tillögur nefndar sem falið var að undirbúa stefnumótun á þessu sviði. Nefndin lét einnig gera könnun á viðhorfi almennings til bankaþjónustu. Lesa meira
 

27.5.2004 : Ný lög.

Lög nr. 30/2004 um vátryggingasamninga hafa verið samþykkt á Alþingi. Lögin taka gildi 1. janúar 2006. Lesa meira
 
Útrás íslenskrar tónlistar - Forsíða skýrslu

27.5.2004 : Útrás íslenskrar tónlistar

Samantekt á styrkjum til íslenskra tónlistarmanna 1999-2003. Lesa meira
 

21.5.2004 : Meginstefnumið iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett ráðuneytunum markmið í starfsemi þeirra á tímabilinu 2004-2007. Lesa meira
 

17.5.2004 : Ný lög.

Samþykkt hafa verið á Alþingi þrenn ný lög, sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti; Lög um breytingu á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, lög um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi og lög um Evrópufélög. Lesa meira
 

30.4.2004 : Alþjóðlegt samstarf á sviði byggðamála.

Þrjú ný verkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) með íslenskri þátttöku. Ísland er þátttakandi í 14 verkefnum alls. Lesa meira
 

13.4.2004 : Iðnaðar- og viðskiptaráðherra með íslenskum fyrirtækjum í Kína

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fer fyrir 40 manna viðskiptasendinefnd í Kína en heimsókn hennar hófst þar í dag. Lesa meira
 

7.4.2004 : Skýrsla verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar

Í niðurstöðum skýrslu Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar, er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur frá 2004 til 2007 sem byggist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða. Einnig er að finna m.a. 20 forgangstillögur. Lesa meira
 
Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis

7.4.2004 : Byggðaáætlun Eyjafjarðar.

Út er komin skýrsla Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar. Lesa meira
 

6.4.2004 : Kynningarfundur um skýrslu Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar.

Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 7. apríl kl. 15:00-17:00 Lesa meira
 

2.4.2004 : Viðskiptaráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um stjórnunarhætti fyrirtækja.

Í skýrslunni er m.a. úttekt sem Lex lögmannsstofa gerði fyrir viðskiptaráðuneytið. Þá eru í skýrslunni leiðbeiningar sem Verslunarráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands hafa sett um hlutverk og störf stjórnarmanna og stjórnenda fyrirtækja og reglur OECD um stjórnunarhætti fyrirtækja. Lesa meira
 

1.4.2004 : Opnun hönnunarsýningar í París.

Í dag opnar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íslenska hönnunarsýningu í París. Sýningin er haldin að frumkvæði hennar og kostuð að stærstum hluta af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti með stuðningi Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs Íslands. Lesa meira
 
Jónína s. Lárusdóttir

25.3.2004 : Nýr skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Jónína S. Lárusdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri almennrar skrifstofu í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Lesa meira
 

10.3.2004 : Hönnunarsýning í París.

Þann 1. apríl verður opnuð í París íslenska hönnunarsýningin Transforme. Um er að ræða eina umfangsmestu sýningu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í. Íslenska hönnunarsýningin er haldin að frumkvæði iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og kostuð að stærstum hluta af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti með stuðningi Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs Íslands. Lesa meira
 

10.3.2004 : Samstarfsvettvangur um hönnun.

Stofnað hefur verið til samstarfsvettvangs um hönnun, sem ætlað er að efla íslenska hönnun og koma íslenskum hönnuðum á framfæri. Lesa meira
 

5.3.2004 : Líftækninet í auðlindanýtingu.

Út er komin skýrslan Líftækninet í auðlindanýtingu sem unnin er samkvæmt samkomulagi frá 6. maí 2003 þar sem ráðuneyti iðnaðar- menntamála og sjávarútvegs vildu láta kanna möguleika á uppbyggingu öndvegisseturs í auðlindalíftækni á Akureyri. Lesa meira
 

27.1.2004 : Skipun eigendanefndar Landsvirkjunar.

Nefndin skal skoða fjárhagsstöðu og fjármögnun Landsvirkjunar, stöðu fyrirtækisins í breyttu umhverfi raforkumála og gera tillögur um breytingar á sameignarsamningi um fyrirtækið, m.a. um arðsemismarkmið með hliðsjón af nýjum raforkulögum. Lesa meira
 

27.1.2004 : Skipun nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi

Viðskiptaráðherra hefur í dag skipað nefnd um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Nefndin skal m.a. taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts. Lesa meira
 

14.1.2004 : Sérfræðingur í iðnaðarráðuneyti

Í iðnaðarráðuneyti er laust til umsóknar starf deildarsérfræðings á sviði orku-og umhverfismála. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Lesa meira
 

Fréttir eftir árum...
Stoðval