Forsíða IVR
Ráðherra í fyrirtækjaheimsóknum.
Með í för voru Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri og Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri. Ráðherra átti fundi með helstu stjórnendum stofnananna, skoðaði húsa- og tækjakost og heilsaði uppá starfsmenn. Meðf. mynd er tekin á Iðntæknistofnun, þar sem ráðherra er að heimsækja fyrirtækið Interscan á Frumkvöðlasetri Impru. Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur H. Jónsson, forstöðumaður Interscan, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Jón Sigurðsson, Sveinn Þorgrímsson og Sævar Birkisson, starfsmaður Interscan.