Forsíða IVR

Viðskiptaráðherra skipar kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 10/2006

Í samræmi við lög nr. 87/2006 um br. á lögum um lausafjárkaup, lögum um þjónustukaup og lögum um neytendakaup hefur viðskiptaráðherra skipað kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa.

Greini aðila að þjónustukaupum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögunum geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið.

Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

Kærunefndin verður vistuð hjá Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík og tekur hún við kvörtunum til nefndarinnar.

Nefndina skipa:

Friðgeir Björnsson, héraðsdómari, formaður

Guðrún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins

Íris Ösp Ingjaldsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum

 

Reykjavík, 7. júlí 2006.

  Stoðval