Forsíða IVR
Fulltrúi við fastanefnd Íslands gagnvart ESB
Þóra M. Hjaltested flyst síðar í þessum mánuði til Brussel og verður fulltrúi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta við fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Þóra er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í viðskiptaráðuneytinu frá árinu 1999. Hún er gift Kristjáni B. Thorlacius lögfræðingi og eiga þau tvö börn.