Forsíða IVR

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritar samstarfssamning vegna verkefnisins Jafnréttiskennitala fyrirtækja

Það er Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst sem stendur að verkefninu en samstarfsaðilar eru auk ráðuneytisins, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa.

Athöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu og þar skrifuðu fulltrúar samstarfsaðilanna undir samninginn.

Samningurinn felur m.a. í sér að árlega verði birtar upplýsingar um stöðu jafnréttis innan íslenskra fyrirtækja og að birtar verði upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja hér á landi, í samræmi við tillögur í skýrslu tækifærisnefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja.

Þessar upplýsingar verða m.a. notaðar til að móta svokallaða jafnréttiskennitölu í fyrirtækjum sem ætlað er að sýna hvaða árangri fyrirtæki hafa náð í jafnréttismálum.

Krækjur:

Samningurinn í heild: Samstarfssamningur um jafnréttiskennitölu

Viðskiptaháskólinn á Bifröst www.bifrost.is

Samtök atvinnulífssins www.sa.is

Jafnréttisráð http://www.jafnretti.is/jafnrettisrad/jafnrettisrad.htm

Jafnréttisstofa http://www.jafnretti.is/jafnrettisstofa/ Stoðval